Erlent

Hafernir í beinni útsendingu

Á vefmyndavél sem staðsett er við hafarnarhreiður í Eistlandi má fylgjast með fuglinum sjaldgæfa við daglegt amstur.

Myndavélarnar eru hluti af samstarfsverkefni Eista og Letta þar sem fylgst er með fuglategundinni eins grannt og hægt er. Í þeirri viðleitni var komið upp myndavélum við hreiður þar sem haförninn var talinn líklegur til þess að verpa.

Töluverðan tíma tók að fá haförn til að festa rætur í hreiðrinu í einhvern tíma. Síðan í febrúar hefur þó hafarnapar haldið þar til, fuglaáhugafólki og öðrum til mikillar ánægju. Á myndunum hér fyrir ofan má sjá eggin.

Hægt er að fylgjast með móðurinni halda eggjunum heitum í vefmyndavélinni með því að smella hér eða í glugganum hér fyrir neðan. Heimasíðu verkefnisns með frekari upplýsingum og myndum má sjá hér.

Haförninn er sjaldgæfasti og langstærsti ránfulginn í íslensku fuglafánunni. Vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglinn vegur allt að 7 kg. Fuglinn hefur verið verndaður með lögum frá árinu 1913.

"Tilhugalíf arnanna hefst með tilkomumikilli fluglistarsýningu arnarhjónanna snemma á vorin en á eftir fylgir mökun og varp," segir um haferni á Vísindavef Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×