Erlent

15 nemendur létu lífið

Hugað að sárum manns af völdum sprengjuárásar
Hugað að sárum manns af völdum sprengjuárásar Nordicphotos/AFP
Sprengjur féllu í dag á háskólann í Damaskus, höfuðborg Sýrlands með þeim afleiðingum að fimmtán nemendur létu lífið. Þetta fullyrða ríkisfjölmiðlar í landinu og kenna uppreisnarmönnum um árásina.

Tugir eru sagðir hafa særst í árásinni. Harðir bardagar hafa geisað í höfuðborginni síðustu daga á milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna. Sprengjurnar eru sagðar hafa lagt í rúst mötuneyti við arkítektúrdeild skólans.

Sameinuðu þjóðirnar telja að um sjötíu þúsund manns hafi fallið í átökunum í Sýrlandi frá því mótmæli gegn stjórn Bashar Al Assads forseta hófust fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×