Erlent

Hughreystir þjóð sína vegna veikina Mandela

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur enn og aftur verið lagður inn á spítala.
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur enn og aftur verið lagður inn á spítala. Mynd/ AFP.
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, sendi í gær út sérstaka yfirlýsingu til þjóðar sinnar vegna síendurtekinna veikinda Nelsons Mandela. Mandela, sem er orðinn 94 ára gamall, hefur barist við þrálát lungnaveikindi undanfarna mánuði. Hann var lagður inn á spítala á miðvikudag og var átján daga á spítala í desember vegna veikinda sinna. Í yfirlýsingunni sem Zuma sendi út sagði hann að Mandela svaraði meðferð á spítalanum vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×