Erlent

Óttast að 7000 manns hafi smitast af HIV hjá tannlækni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tannlæknirinn notaði úrelt tæki.
Tannlæknirinn notaði úrelt tæki. Mynd/ Getty.
Óttast er að 7000 manns sem leituðu til tannlæknis í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum hafi getað smitast af HIV veirunni. Tannlæknirinn, sem starfaði á W. Scott Harrington tannlæknastofunni, notaði gömul og úrelt tæki, 20 ára gömul lyf og notaðar nálar við störf sín.

Heilbrigðisyfirvöld urðu vör við vafasamar vinnuaðstæður tannlæknisins þegar karlmaður greindist með lifrarbólgu og HIV veiruna eftir að hafa farið til tannlæknisins. Þetta kemur fram í fréttum ABC sjónvarpsstöðvarinnar.

„Þetta er algjörlega fordæmalaust atvik," sagði Susan Rogers, formaður Tannlæknafélagsins í Oklahoma, í samtali við ABC fréttastöðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×