Erlent

Heittrúaðir létu krossfesta sig og húðstrýkja

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í nótt þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir krists.

Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skipti voru að minnsta kosti sextán kaþólikkar sem létu bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Þúsundir fylgdust með krossfestingunum í nótt.

Kaþólska kirkja hefur ekki lagt blessun sína á þessi uppátæki enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og filipeyskri alþýðutrú á fórnir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.