Erlent

Heittrúaðir létu krossfesta sig og húðstrýkja

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í nótt þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir krists.

Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skipti voru að minnsta kosti sextán kaþólikkar sem létu bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Þúsundir fylgdust með krossfestingunum í nótt.

Kaþólska kirkja hefur ekki lagt blessun sína á þessi uppátæki enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og filipeyskri alþýðutrú á fórnir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.