Erlent

Ætla að rannsaka tilvist fljúgandi furðuhluta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rúmlega sextíu ára gamalt minnisblað um fljúgandi furðuhlut er komið aftur í heimsfréttirnar. Ástæðan er sú að alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, hefur upplýst að til standi að rannsaka hvort fljúgandi furðuhlutir og geimverur séu til í raunveruleikanum. Þeir hafa nefnilega komist að því að minnisblaðið þar sem fjallað er um þessi fyrirbæri er vinsælasta skjalið sem skoðað er á rafrænu skjalasafni lögreglunnar sem var opnað 2011 og hefur verið opið almenningi síðan þá.

Fram kemur á vef Huffington Post að í skjalinu sé fjallað um óstaðfestar fréttir sem FBI hafi aldrei rannsakað af neinni alvöru. Skjalið, eða minnisblaðið, er frá 22. mars 1950. Það var sent á J. Edgar Hoover, sem var forstjóri FBI, og var eitt fjölmarga skjala sem lögreglan bjó yfir. Skjalið hefur verið skoðað yfir milljón sinnum á þeim tíma sem það hefur verið aðgengilegt almenningi.

Meira má lesa um málið á vef Huffington Post.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×