Erlent

Um tíu þúsund manns fastir á hraðbraut

Frá þjóðveginum í dag.
Frá þjóðveginum í dag.
Um tíu þúsund manns á tæplega sex þúsund bílum voru fastir í snjóstormi á hraðbrautinni á milli Búdapest í Ungverjalandi sem liggur til Vínar í Austurríki, í dag.

Veturinn hefur verið nokkuð mildur í Austur-Evrópu en aðfaranótt föstudagsins skall á óveður, sem kom íbúum og ökumönnum algjörlega í opna skjöldu. Ungverski hermenn á skriðdrekum hafa reynt að aðstoða ökumenn og losa bíla þeirra, en fjölmargir flutningabílar hafa tafið þær aðgerðir.

Þeir sem hafa setið hvað lengst á hraðbrautinni hafa fengið að dúsa þar í 20 klukkustundir. Rauði krossinn er þó á svæðinu og hefur komið upp aðstöðu fyrir svanga og þreytta ferðalanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×