Erlent

„Herra Bláskjár“ látinn

Vlahos (t.v.) og leikarar í Stjörnustríði fyrir framan bláa tjaldið. Síðar varð þessi bakgrunnur að plánetunni Endor.
Vlahos (t.v.) og leikarar í Stjörnustríði fyrir framan bláa tjaldið. Síðar varð þessi bakgrunnur að plánetunni Endor.
Petro Vlahos, maðurinn sem fullkomnaði blá- og grænskjástæknina, er allur. Frá þessu greinir fréttastofa BBC.

Bláskjárinn (bluescreen), sem seinna varð grænskjár, hefur gjörbreytt sjónbrellum bæði í kvikmyndum og sjónvarpi, og er tæknin mikið notuð enn í dag.

Virkar tæknin þannig að leikari eða hlutur er myndaður fyrir framan blátt eða grænt tjald og bakgrunninum svo skipt út.

Hefur þetta hjálpað kvikmyndagerðarfólki að setja leikara á staði sem of dýrt eða ómögulegt er að ferðast til. Einnig hefur tæknin verið mikið notuð í sjónvarpi, og gerir meðal annars veðurfræðingum kleift að standa fyrir framan síbreytilegt heimskort.

Vlahos, sem var 96 ára gamall þegar hann lést, var ekki sá fyrsti til að nota tæknina, en framlag hans til þróunar tækninnar þykir ómetanlegt. Til dæmis var það hann sem fann leið til þess að eyða út undarlegum bjarma sem myndaðist í kring um leikara og hluti sem myndaði voru með þessum hætti.



Leikarinn Jon Voight fyrir framan blátt tjald í myndinni Mission: Impossible.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×