Erlent

Blóð úr konunni fannst á fötum hrottanna

Mikil mótmæli hafa verið í Indlandi frá því að málið kom upp og vilja íbúar landsins að ráðist verði í átak gegn kynferðisbrotum gegn konum.
Mikil mótmæli hafa verið í Indlandi frá því að málið kom upp og vilja íbúar landsins að ráðist verði í átak gegn kynferðisbrotum gegn konum.
DNA-sýni sem fundust á fötum indversku mannanna fimm, sem eru í haldi lögreglu grunaðir um hrottafengna nauðgun og morð um borð í strætisvagni í síðasta mánuði, tengja þá við verknaðinn.

Tuttugu og þriggja ára gömul kona lést af sárum sínum en málið hefur vakið heimsathygli frá því kom upp um miðjan desember.

Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og hófust réttarhöld yfir þeim í morgun.

Þar kom einnig fram að konan hefði látist á Mount Elizabeth sjúkrahúsinu í Singapúr af völdum blóðeitrunar og líffærabilunar.

Mennirnir fimm eru á aldrinum 19 til 35 ára en verði þeir fundir sekir eiga þeir von á dauðarefsingu. Einn í viðbót, sem er grunaður um að tekið þátt í árásinni, er yngri en 18 ára og verður því réttað yfir honum á öðrum vettvangi en hinum.

Þeir eiga að mæta næst fyrir dómara á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×