Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot Sigmar Sigfússon á Samsung-vellinum skrifar 8. ágúst 2013 17:17 Mynd/Daníel Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira