Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot Sigmar Sigfússon á Samsung-vellinum skrifar 8. ágúst 2013 17:17 Mynd/Daníel Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira