Erlent

Ný stjórn mynduð á Grænlandi

Ný stjórn hefur verið mynduð á Grænlandi undir forystu Siumut flokksins. Aleqa Hammond formaður flokksins verður næsti formaður grænlensku heimastjórnarinnar.

Ásamt Siumut eiga Inuit flokkurinn og Atassut flokkurinn aðild að hinni nýju stjórn en samanlagt ráða þessir flokkar yfir 18 af 31 þingmönnum á grænlenska þinginu.

Reiknað er með að formlega verði gengið frá myndun stjórnarinnar, skipað í stöður hennar og stefnuskráin kynnt á föstudag að því er segir í grænlenskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×