Erlent

Bresku eyjarnar við Skotland íhuga heimastjórn eða sjálfstæði

Ráðamenn á Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Vestur eyjum, sem allar tilheyra Bretlandi, íhuga að fara fram á heimastjórn og mögulega fullt sjálfstæði í náinni framtíð.

Þessar vangaveltur koma í kjölfar þess að Skotar munu efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki. Íbúar þessara eyja eru samanlagt um 70 þúsund talsins.

Í frétt um málið á Reuters segir að ráðamennirnir horfi einkum til þess að fá stjórn á auðlindum í kringum eyjarnar, einkum olíulindum. Heimastjórn eða sjálfstæði myndi einnig m.a. gera þeim kleyft að setja sér eigin makrílkvóta eins og Íslendingar og Færeyingar gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×