15 látnir eftir sjálfsmorðsárás í Rússlandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. desember 2013 20:00 15 eru látnir og tugir slösuðust eftir sjálfsmorðsárás á lestarstöð í Volgograd í Rússlandi í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin í Rússlandi á þremur dögum. Rússar eru áhyggjufullir enda hefjast vetrarólympíuleikarnir í landinu eftir rúman mánuð. Kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við málmleitarhlið í anddyri aðalinngangs lestarstöðvarinnar skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í dag. Sprengingin var öflug og greip mikil skelfing um sig meðal þeirra sem voru í lestarstöðinni. 15 létu lífið og allt að 50 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Á myndskeiði sem tekið var upp skömmu eftir sprenginguna mátti sjá sjúkraflutningamenn bera særða út úr lestarstöðinni og lík lágu við inngang stöðvarinnar. Engin hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni en grunur leikur á að hún tengist vetrarólympíuleikunum sem hefjast í borginni Sochi í Rússlandi eftir rúman mánuð. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin í Volgograd á skömmum tíma. Í október létustu sjö þegar sprengja sprakk í strætisvagni í borginni. Þrír létu lífið fyrir þremur dögum eftir að sprengja sprakk í bíl í borginni Pyatigorsk í suðurhluta Rússlands. Grunur leikur á að íslamskir uppreisnarsinnar beri ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í dag. Leiðtogi þeirra, Doku Umarov, sagði í myndbandi sem birt var í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að Vladimir Pútin, forseti Rússland, tækist að setja vetrarólympíuleikanna. Árásin í dag er sú mannskæðasta á rússneskri grundu frá því í janúar árið 2011 þegar 37 létu lífið eftir sprengjuárás á flugvelli í Moskvu. Pútin hefur fyrirskipað aukna öryggisgæslu eftir árásina í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
15 eru látnir og tugir slösuðust eftir sjálfsmorðsárás á lestarstöð í Volgograd í Rússlandi í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin í Rússlandi á þremur dögum. Rússar eru áhyggjufullir enda hefjast vetrarólympíuleikarnir í landinu eftir rúman mánuð. Kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við málmleitarhlið í anddyri aðalinngangs lestarstöðvarinnar skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í dag. Sprengingin var öflug og greip mikil skelfing um sig meðal þeirra sem voru í lestarstöðinni. 15 létu lífið og allt að 50 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Á myndskeiði sem tekið var upp skömmu eftir sprenginguna mátti sjá sjúkraflutningamenn bera særða út úr lestarstöðinni og lík lágu við inngang stöðvarinnar. Engin hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni en grunur leikur á að hún tengist vetrarólympíuleikunum sem hefjast í borginni Sochi í Rússlandi eftir rúman mánuð. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin í Volgograd á skömmum tíma. Í október létustu sjö þegar sprengja sprakk í strætisvagni í borginni. Þrír létu lífið fyrir þremur dögum eftir að sprengja sprakk í bíl í borginni Pyatigorsk í suðurhluta Rússlands. Grunur leikur á að íslamskir uppreisnarsinnar beri ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í dag. Leiðtogi þeirra, Doku Umarov, sagði í myndbandi sem birt var í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að Vladimir Pútin, forseti Rússland, tækist að setja vetrarólympíuleikanna. Árásin í dag er sú mannskæðasta á rússneskri grundu frá því í janúar árið 2011 þegar 37 létu lífið eftir sprengjuárás á flugvelli í Moskvu. Pútin hefur fyrirskipað aukna öryggisgæslu eftir árásina í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira