Grikkir kjósa sér nýtt þing 5. maí 2012 00:00 Antonis Samaras Leiðtogi hægrimanna lofar að reka alla ólöglega útlendinga úr landi. nordicphotos/AFP Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira