Erlent

Handleggirnir geta sagt til um sjúkdóma

Samkvæmt verklagsreglum á að mæla blóðþrýsting í báðum handleggjum. Það virðist mikilvægara en áður í ljósi nýrrar niðurstöðu vísindamanna.
Samkvæmt verklagsreglum á að mæla blóðþrýsting í báðum handleggjum. Það virðist mikilvægara en áður í ljósi nýrrar niðurstöðu vísindamanna.
Mishár blóðþrýstingur í handleggjum fólks getur verið merki um sjúkdóma í æðakerfinu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Exeter-háskóla í Bretlandi.

Samkvæmt stöðluðum leiðbeiningum um hvernig skuli mæla blóðþrýsting er lagt upp með að hann sé alltaf mældur í báðum handleggjum til að fá sem réttasta niðurstöðu, en það er ekki alltaf gert.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikill munur getur verið á blóðþrýstingi milli handleggja. Það getur verið vísbending um sjúkdóma sem gætu blundað einkennislaust í fólki. Helst er um að ræða sjúkdóm í æðakerfinu, en mismunurinn getur þó einnig þýtt aukna hættu á hjartasjúkdómum og verið merki um aukna hættu á dauða almennt, af ýmsum orsökum.

Dr. Christopher Clark, sem stýrði rannsókninni, segir þessa uppgötvun jákvæða þar sem oft skipti miklu máli að sjúkdómar af þessu tagi séu uppgötvaðir snemma svo hægt sé að bregðast við þeim, sérstaklega ef þeir eru að öðru leyti einkennalausir.

Richard J. McManus, prófessor við Háskólann í Oxford, og Jonathan Mant, prófessor við Háskólann í Cambridge, segja rannsóknina styðja við núverandi þekkingu og viðmið.

Frekari rannsókna sé þó þörf áður en hægt sé að skera úr um hversu áreiðanlegar upplýsingar mismunurinn gefi okkur í raun og veru.

- trsAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.