Sandra María: Mættu í hjólabuxum í bandarísku fánalitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:30 Sandra María. Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 . Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 .
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira