Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Breiðablik 2-4 Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 3. september 2012 15:09 Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira