Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Breiðablik 2-4 Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 3. september 2012 15:09 Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Grindvíkingar eru svo gott sem fallnir úr Pepsi-deildinni eftir enn eitt stórtapið í sumar. Að þessu sinni á heimavelli gegn Breiðablik sem hefur ekkert gengið að skora í sumar. Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna en spilamennska Grindvíkinga var hrein hörmung og virðist vera sem leikmenn liðsins hafi ekki lengur trú á því að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Breiðablik lék á alls oddi í hálfleiknum og tókst þeim að setja boltann fjórum sinnum í netið í honum. Þar voru að verki Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Tómas Óli Garðarsson og Rafn Andri Haraldsson og leikurinn því í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Einhverja þýðingu hafa orð Guðjóns Þórðarssonar haft á heimamenn í hálfleik því að liðið mætti betur stemmt til leiks í honum og tókst þeim að minnka muninn strax í upphafi hálfleiksins. Þar var að verki Óli Baldur Bjarnason eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Seinni hálfleikurinn var nokkuð rólegur í kjölfarið og það var ekki fyrr en á lokaandartökum leiksins sem Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði annað mark heimamanna með góðum skalla. Lengra komust heimamenn ekki og 4-2 útisigur Breiðabliks því staðreynd. Útlitið er vægast sagt dökk hjá Grindvíkingum en líkurnar á að þeir muni vera í Pepsi-deildinni að ári eru hverfandi.Guðjón: Vinnum ekki ef menn hafa ekki trú á þessu „Ég veit ekki hvað gerist í fyrri hálfleiknum. Það var einhvernveginn ekkert sem gekk upp hjá okkur og því fór sem fór. Seinni hálfleikurinn var ágætur en við vorum búnir að kasta leiknum frá okkur eftir fyrri hálfleikinn," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvað veldur þessari frammistöðu í fyrri hálfleiknum. Þetta var allt saman hálfandlaust og það virðist vera sem svo að menn hafi ekki lengur trú á verkefninu. Ef menn trúa því ekki fyrirfram að þeir geti unnið fótboltaleiki eru þeir aldrei að fara að vinna þá," bætti Guðjón við. „Þetta lítur ekki vel út. Líkurnar á því að við náum að halda sæti okkar í deildinni fara minnkandi. Leikurinn í kvöld og leikurinn á móti Selfyssingum voru algjörir lykilleikir fyrir okkur en maður veit aldrei hvað getur gerst í þessu," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Ánægður með stigin þrjú „Þetta var flott frammistaða hjá okkur. Við erum búnir að klára þennan leik eftir fyrri hálfleikinn og gáfu menn aðeins eftir í þeim síðari en ég er ánægður með stigin þrjú," sagði Ólafur. „Menn þurfa að vera skynsamir í seinni hálfleiknum og reyndum við það en við höfum kannski ekki alveg reynsluna í það ennþá. Aðalatriðið í þessu er hinsvegar að við náðum í þrjú stig," bætti Ólafur við. „Okkur líst bara vel á framhaldið og stefnum við að sjálfsögðu á að vinna restina af okkar leikjum," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira