Jóhann Kristinn: Við erum eins og leiðinlegt skordýr Kolbeinn Tumi Daðason á Þórsvelli skrifar 4. september 2012 21:45 „Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið nýkrýndra Íslandsmeistara höfðu verið fyrir sumarið. Þór/KA var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið en Jóhann Kristinn hafði trú á að liðið gæti betur. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn liðum með mun meiri hefð. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leiknum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
„Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið nýkrýndra Íslandsmeistara höfðu verið fyrir sumarið. Þór/KA var spáð fimmta sæti fyrir tímabilið en Jóhann Kristinn hafði trú á að liðið gæti betur. „Við ætluðum að hafa Breiðablik og ÍBV fyrir neðan okkur og töldum að Stjarnan og Valur væru mjög sterk lið sem yrði erfitt að eiga við," sagði Jóhann Kristinn. „Um mitt sumar eftir að við höfðum haldið okkur á toppnum og fundum að ungu stelpurnar gætu höndlað pressuna þá vorum við að gera okkur vonir um að landa titlinum. Við settum okkur ný markmið - taka helvítis dolluna," sagði Jóhann Kristinn. Þór/KA hefur aðeins tapað einum leik í sumar og endurtekið snúið við blaðinu eftir að hafa lent marki undir gegn liðum með mun meiri hefð. „Við erum eins og leiðinleg skordýr. Þú getur reynt að banda okkur frá þér með hendinni en við komum alltaf aftur. Það endaði líka yfirleitt þannig að við fengum eitthvað út úr leiknum," sagði Jóhann Kristinn. Ótrúlegur uppgangur hefur verið hjá félaginu á undanförnum árum. Ekki er langt síðan liðið lék í næstefstu deild en trónir nú á toppnum. „Fólkið sem vinnur að félaginu á heiðurinn að því að við erum Íslandsmeistarar árið 2012. Það er ekkert eðlilega stórt hjartað hjá Nóa Björnssyni og þeim sem fylgja honum. Það hefur verið unnið grettistak að lyfta þessu liði upp í hæstu hæðir," sagði Jóhann Kristinn.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56