Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Breiðablik 0-2 Leifur Viðarsson á Selfossi skrifar 31. maí 2012 13:39 Blikar skoruðu langþráð mörk og unnu 2-0 sigur á Selfossi í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Blikaliðið þrefaldaði þarna markaskor sitt enda höfðu þeir aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Blikar komu sér líka upp úr fallsæti með þessum góða útisigri á nýliðunum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum. Það voru þeir Árni Vilhjálmsson og Petar Rnkovic sem skoruðu mörk Breiðabliksliðsins í kvöld en báðir voru þeir að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni í sumar. Árni skoraði markið sitt á 35. mínútu eftir að Petar Rnkovic skallaði hornspyrnu Kristins Jónssonar til hans. Rnkovic skoraði markið sitt á 73. mínútu eftir mistök Ismet Duracak, markvarðar Selfossliðsins. Það var nokkuð ljóst að Blikar ætluðu að selja sig dýrt og voru fastir fyrir í alla bolta strax frá fyrstu mínútu. Selfyssingar voru half dasaðir fyrir vikið og áttu mikið af misheppnuðum sendingum og í raun frekar slæman fyrri hálfleik. Blikar komust svo yfir eftir hornspyrnu og vörn Selfyssinga sofandi á verðinum, klassískt línupot og staðan 0-1. Selfyssingar byrjuðu sterkir í síðari hálfleik en fengu þó aldrei gott færi. Í stöðunni 0-1 átti sér stað umdeilt atvik. Selfyssingar tóku aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju og sendu fallbolta inn á teiginn. Ingvar Þór Kale markmaður Blika stökk út og virtist ætla grípa boltann örugglega en missti hann þegar hann lenti. Babacar Sarr náði boltanum og var við það að snúa sér að markinu þegar Ingvar stökk niður og virtist brjóta á Babacar. Dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi ekkert og Blikar náðu að hreinsa frá. Þóroddur sagði eftir leik að honum hafi Babacar frekar hafa verðskuldað gult spjald fyrir leikaraskap frekar en að gefa heimamönnum vítaspyrnu. Í kjölfarið var Babacar borinn meiddur út af og Ingólfur Þórarinnsson tók stöðu hans á vellinum. Blikar juku síðan forskot sitt eftir herfileg mistök markmanns Selgyssinga sem ætlaði að hreinsa en skaut boltanum í Blika, eftirleikurinn því auðveldur fyrir Petar Rnkovic sem setti bolta örugglega í netið. Það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda í kvöld þó svo að það hafi tekið leikinn 10-15 mínútur að fara almennilega af stað. Gestirnir mikið grimmari og uppskáru verðskuldaðan sigur á móti slöku liði Selfyssinga. Logi: Þetta eru allt erfiðir leikirMynd/DaníelLogi Ólafsson, þjálfari Selfoss, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og taldi sigur Blika vera sanngjarnan. „Við vorum í miklum vandræðum með að koma boltanum úr vörninni og búa okkur til eitthvað í seinni hálfleik en okkur gekk ágætlega með það í fyrri hálfleik og sköpuðum okkur tvö færi út frá slíku," sagði Logi. Loga fannst leikurinn vera jafn í byrjun og sagði: „Fyrstu 15-20 mínúturnar virtumst við hafa ágætis tök á leiknum og komumst tvisvar einir á móti markmanni sem hefði breytt stöðunni töluvert. Það er hins vegar mjög slæmt að hafa misst tökin á leiknum og það er kannski meira og minna ástæðan fyrir því hvernig fór." Það sem mér fannst verst er að eftir að við fáum á okkur mark að við skulum ekki hafa risið upp og barist eins og við hefðum viljað vinna leikinn, í staðin koðnað niður og það var það sem upp á vantaði í okkar leik," sagði Logi. „Breiðablik átti þennan sigur skilin og stóðu sig gríðarlega vel. Þeir börðust vel og voru fastir fyrir. Um hið meinta atvik þar sem Babacar Sarr virtist felldur af markmanni Blika sagði Logi: "Ég get ekki skilið hvernig maður getur verið með stokkbólginn ökla eftir leikaraskap, það hlýtur að vera mjög góður leikur. Frá mínum bæjardyrum séð var þetta púra víti en dómaranum fannst það ekki." Varðandi framhaldið: „Ég er ekkert áhyggjufullur með framhaldið. Ég held að þessi hópur muni taka sig saman í andlitinu og mæta tilbúnir í næsta leik sem er útileikur á móti KR en það verður væntanlega mjög erfiður leikur. Það er reyndar bikarleikur í millitíðinni og við þurfum bara að koma okkur á rétt ról í þeim leik. Þetta er gífurlega erfitt mót og það er enginn mótherji sem við getum farið á móti með það í huga að þetta sé eitthvað auðvelt, þetta eru allt erfiðir leikir." Ólafur: Ég vil að menn séu að berjast um stöður í liðinuÓlafur Helgi Kristjánsson þjálfari Blika var ánægður eftir 2-0 sigur á Selfossi í kvöld. „Við ætluðum að setja á þá mikla pressu í byrjun leiks og stuða þá svolítið í stað þess að setjast niður og láta leikinn detta í lognmollu. Það var orka í liðinu í dag og það skilaði sér," sagði Ólafur sem gerði margar breytingar í liði sínu. „Ég vona að men vilji berjast fyrir sínu sæti og verja stöðuna sína en það kemur bara í ljós inni á vellinum hverjir vilja það mest. Ég er með stóran og góðan hóp og ég vil hafa það þannig, ég vil hafa samkeppni og að menn séu að berjast um stöður, þannig á það að vera," sagði Ólafur. Þú virtist hafa breytt uppstillingu liðsins og gerir á því fimm breytingar frá síðasta leik, ætlarðu að halda áfram með þessa uppstillingu? „Ég er mjög ánægður með að mörkin fóru loksins að láta sjá sig. Nú kemur í bara í ljós hvort að ég muni halda í þetta kerfi eða gera frekari breytingar. Það er vika í næsta leik og menn þurfa bara að sanna sig þá og svo kemur í ljós hvert framhaldið verður," sagði Ólafur. Kristinn: Við unnum saman sem lið og það skilaði okkur sigrinum í dagBlikinn Kristinn Jónsson átti flottan leik á Selfossi í kvöld og var ánægður með sigurinn í leiikslok. „Við komum bara mjög einbeittir til leiks og lögðum upp með að pressa. Allir voru voðalega samstilltir og á sömu blaðsíðunni og gerðum þetta saman sem lið.Við vorum virkilega hungraðir í dag og grimmir og samstaðan skilaði sér að ég held og þetta var mikill liðssigur," sagði Kristinn. Er mikil samkeppni um stöður í liðinu? „Við erum með mjög breiðan hóp og í dag mættum við grimmir til leiks og unnum saman sem lið. Það var það sem skilaði okkur sigrinum. Menn vilja að sjálfsögðu spila og því er samkeppin mikil en um leið mikil samstaða innan hópsins," sagði Kristinn. Varðandi breytintar á leikskipulagi: „Ég veit nú ekki hvort þetta fúnkeri endilega betur ég held bara að í dag komum við grimmir til leiks og unnum saman sem lið og það var það sem skilaði okkur sigrinum í dag," sagði Kristinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Blikar skoruðu langþráð mörk og unnu 2-0 sigur á Selfossi í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Blikaliðið þrefaldaði þarna markaskor sitt enda höfðu þeir aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Blikar komu sér líka upp úr fallsæti með þessum góða útisigri á nýliðunum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum. Það voru þeir Árni Vilhjálmsson og Petar Rnkovic sem skoruðu mörk Breiðabliksliðsins í kvöld en báðir voru þeir að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni í sumar. Árni skoraði markið sitt á 35. mínútu eftir að Petar Rnkovic skallaði hornspyrnu Kristins Jónssonar til hans. Rnkovic skoraði markið sitt á 73. mínútu eftir mistök Ismet Duracak, markvarðar Selfossliðsins. Það var nokkuð ljóst að Blikar ætluðu að selja sig dýrt og voru fastir fyrir í alla bolta strax frá fyrstu mínútu. Selfyssingar voru half dasaðir fyrir vikið og áttu mikið af misheppnuðum sendingum og í raun frekar slæman fyrri hálfleik. Blikar komust svo yfir eftir hornspyrnu og vörn Selfyssinga sofandi á verðinum, klassískt línupot og staðan 0-1. Selfyssingar byrjuðu sterkir í síðari hálfleik en fengu þó aldrei gott færi. Í stöðunni 0-1 átti sér stað umdeilt atvik. Selfyssingar tóku aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju og sendu fallbolta inn á teiginn. Ingvar Þór Kale markmaður Blika stökk út og virtist ætla grípa boltann örugglega en missti hann þegar hann lenti. Babacar Sarr náði boltanum og var við það að snúa sér að markinu þegar Ingvar stökk niður og virtist brjóta á Babacar. Dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín Jr. dæmdi ekkert og Blikar náðu að hreinsa frá. Þóroddur sagði eftir leik að honum hafi Babacar frekar hafa verðskuldað gult spjald fyrir leikaraskap frekar en að gefa heimamönnum vítaspyrnu. Í kjölfarið var Babacar borinn meiddur út af og Ingólfur Þórarinnsson tók stöðu hans á vellinum. Blikar juku síðan forskot sitt eftir herfileg mistök markmanns Selgyssinga sem ætlaði að hreinsa en skaut boltanum í Blika, eftirleikurinn því auðveldur fyrir Petar Rnkovic sem setti bolta örugglega í netið. Það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda í kvöld þó svo að það hafi tekið leikinn 10-15 mínútur að fara almennilega af stað. Gestirnir mikið grimmari og uppskáru verðskuldaðan sigur á móti slöku liði Selfyssinga. Logi: Þetta eru allt erfiðir leikirMynd/DaníelLogi Ólafsson, þjálfari Selfoss, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og taldi sigur Blika vera sanngjarnan. „Við vorum í miklum vandræðum með að koma boltanum úr vörninni og búa okkur til eitthvað í seinni hálfleik en okkur gekk ágætlega með það í fyrri hálfleik og sköpuðum okkur tvö færi út frá slíku," sagði Logi. Loga fannst leikurinn vera jafn í byrjun og sagði: „Fyrstu 15-20 mínúturnar virtumst við hafa ágætis tök á leiknum og komumst tvisvar einir á móti markmanni sem hefði breytt stöðunni töluvert. Það er hins vegar mjög slæmt að hafa misst tökin á leiknum og það er kannski meira og minna ástæðan fyrir því hvernig fór." Það sem mér fannst verst er að eftir að við fáum á okkur mark að við skulum ekki hafa risið upp og barist eins og við hefðum viljað vinna leikinn, í staðin koðnað niður og það var það sem upp á vantaði í okkar leik," sagði Logi. „Breiðablik átti þennan sigur skilin og stóðu sig gríðarlega vel. Þeir börðust vel og voru fastir fyrir. Um hið meinta atvik þar sem Babacar Sarr virtist felldur af markmanni Blika sagði Logi: "Ég get ekki skilið hvernig maður getur verið með stokkbólginn ökla eftir leikaraskap, það hlýtur að vera mjög góður leikur. Frá mínum bæjardyrum séð var þetta púra víti en dómaranum fannst það ekki." Varðandi framhaldið: „Ég er ekkert áhyggjufullur með framhaldið. Ég held að þessi hópur muni taka sig saman í andlitinu og mæta tilbúnir í næsta leik sem er útileikur á móti KR en það verður væntanlega mjög erfiður leikur. Það er reyndar bikarleikur í millitíðinni og við þurfum bara að koma okkur á rétt ról í þeim leik. Þetta er gífurlega erfitt mót og það er enginn mótherji sem við getum farið á móti með það í huga að þetta sé eitthvað auðvelt, þetta eru allt erfiðir leikir." Ólafur: Ég vil að menn séu að berjast um stöður í liðinuÓlafur Helgi Kristjánsson þjálfari Blika var ánægður eftir 2-0 sigur á Selfossi í kvöld. „Við ætluðum að setja á þá mikla pressu í byrjun leiks og stuða þá svolítið í stað þess að setjast niður og láta leikinn detta í lognmollu. Það var orka í liðinu í dag og það skilaði sér," sagði Ólafur sem gerði margar breytingar í liði sínu. „Ég vona að men vilji berjast fyrir sínu sæti og verja stöðuna sína en það kemur bara í ljós inni á vellinum hverjir vilja það mest. Ég er með stóran og góðan hóp og ég vil hafa það þannig, ég vil hafa samkeppni og að menn séu að berjast um stöður, þannig á það að vera," sagði Ólafur. Þú virtist hafa breytt uppstillingu liðsins og gerir á því fimm breytingar frá síðasta leik, ætlarðu að halda áfram með þessa uppstillingu? „Ég er mjög ánægður með að mörkin fóru loksins að láta sjá sig. Nú kemur í bara í ljós hvort að ég muni halda í þetta kerfi eða gera frekari breytingar. Það er vika í næsta leik og menn þurfa bara að sanna sig þá og svo kemur í ljós hvert framhaldið verður," sagði Ólafur. Kristinn: Við unnum saman sem lið og það skilaði okkur sigrinum í dagBlikinn Kristinn Jónsson átti flottan leik á Selfossi í kvöld og var ánægður með sigurinn í leiikslok. „Við komum bara mjög einbeittir til leiks og lögðum upp með að pressa. Allir voru voðalega samstilltir og á sömu blaðsíðunni og gerðum þetta saman sem lið.Við vorum virkilega hungraðir í dag og grimmir og samstaðan skilaði sér að ég held og þetta var mikill liðssigur," sagði Kristinn. Er mikil samkeppni um stöður í liðinu? „Við erum með mjög breiðan hóp og í dag mættum við grimmir til leiks og unnum saman sem lið. Það var það sem skilaði okkur sigrinum. Menn vilja að sjálfsögðu spila og því er samkeppin mikil en um leið mikil samstaða innan hópsins," sagði Kristinn. Varðandi breytintar á leikskipulagi: „Ég veit nú ekki hvort þetta fúnkeri endilega betur ég held bara að í dag komum við grimmir til leiks og unnum saman sem lið og það var það sem skilaði okkur sigrinum í dag," sagði Kristinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira