Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 1-1 Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvelli skrifar 2. júlí 2012 15:02 Mynd/Ernir Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira
Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira