Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 Kristján Óli Sigurðsson á Kópavogsvelli skrifar 20. september 2012 13:37 Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira