Enski boltinn

Fær Gylfi aftur tækifæri í dag?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Wayne Rooney.nordicphotos/getty
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Wayne Rooney.nordicphotos/getty
Tottenham tekur á móti toppliði Chelsea á White Hart Lane í hádeginu í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa verið á miklu skriði að undanförnu. Tottenham hefur unnið fjóra síðustu deildarleiki sína og Chelsea er með fjögurra stiga stiga forskot á toppnum eftir að hafa náð í 19 af 21 mögulegu stigi í fyrstu sjö umferðunum.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá Tottenham í undanförnum tveimur deildarleikjum á móti Manchester United og Aston Villa en Andre Villas-Boas veðjaði frekar á að stilla Clint Dempsey upp í holunni á bak við fremsta mann í þessum tveimur leikjum. Dempsey átti þátt í marki í báðum leikjum.

Gylfi var síðast í byrjunarliðinu í deildinni á móti Queens Park Rangers en var þó tekin útaf í hálfleik í stöðunni 0-1 fyrir QPR. Tottenham vann leikinn 2-1 og Gylfi hefur síðan aðeins fengið samtals rúman hálftíma í undanförnum tveimur leikjum. Gylfi hefur komið inn á fyrir Dempsey í báðum leikjum og valið virðist nú standa á milli þeirra.

Villas-Boas, stjóri Tottenham, er þarna að mæta félaginu sem rak hann fyrir aðeins níu mánuðum og eykur það aðeins á dramatíkina í kringum leikinn í viðbót við að vera Lundúnaslagur og leikur milli tveggja liða á miklu skriði..

Þetta er annars viðburðarríkur laugardagur því öll „stóru" liðin eru að spila í dag enda Evrópuleikir framundan í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×