Enski boltinn

Rio tók ekki þátt í átakinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio hitar upp fyrir leikinn í dag.
Rio hitar upp fyrir leikinn í dag. Nordic Photos / Getty Images
Rio Ferdinand var eini leikmaður Manchester United sem klæddist ekki sérstökum bol vegna átaks ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníði fyrir leik liðsins gegn Stoke í dag.

Hið sama gerði Jason Roberts, leikmaður Reading, sem vildi mótmæla því að John Terry hafi aðeins fengið fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand, bróður Rio. Sá leikur með QPR.

Alex Ferguson, stjóri United, sagði fyrir helgi að hann hefði lítinn skilning á afstöðu Roberts og sagði nauðsynlegt að allir væru samstilltir í baráttunni við kynþáttamismunun.

Sagði hann þá að allir leikmenn United myndu klæðast áðurnefndum bol en annað kom á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×