Enski boltinn

Rodgers: Frábær frammistaða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool vann í dag sinn fyrsta sigur á Anfield undir stjórn Brendan Rodgers, þegar liðið vann Reading með einu marki gegn engu.

„Þetta var fyrst og fremst frábær sigur fyrir leikmennina," sagði Rodgers í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn í dag.

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og gekk vel að stjórna leiknum. Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega en við hefðum þurft að hafa aðeins betri stjórn á boltanum síðustu 20 mínúturnar."

„Það var þó frábært að halda hreinu og þetta var almennt séð góð frammistaða."

Raheem Sterling skoraði sigurmark Liverpool í dag en það var hans fyrsta mark með félaginu.

„Markið var frábært og hann gerði allt hárrétt. Hann er afar hæfileikaríkur og sem betur fer er hann með hausinn í lagi líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×