Enski boltinn

Wenger: Óþægilega stórt bil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var óánægður með frammistöðu sinna manna í 1-0 tapinu gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Grant Holt skoraði eina mark leiksins eftir að Vito Mannone, markvörður Arsenal, náði ekki að halda boltanum eftir að hafa varið skot.

Arsenal hefur nú aðeins unnið þrjá af fyrstu átta deildarleikjum sínum og er tíu stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Það er óþægilega stórt bil á milli okkar og toppsins," sagði Wenger við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við fengum tækifæri í dag til að minnka þetta bil en við berðum það ekki. Það er áhyggjuefni en það olli mér enn meiri vonbrigðum að okkur hafi ekki tekist að skora í leiknum."

„Okkur gekk illa að skapa færi og allt liðið átti slæman dag. Við verðum þó að hrósa Norwich því leikmenn liðsins voru skipulagðir og stöðvuðu okkar spil."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×