Enski boltinn

Ferguson: Myndi styðja leikmenn ef þeir vilja ganga af velli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að hann myndi ekki koma í veg fyrir leikmenn sem vilji ganga af velli í miðjum leik vegna kynþáttafordóma.

Síðustu misserin hefur verið mikið fjallað um kynþáttafordóma í knattspyrnunni í Englandi, nú síðast eftir að Danny Rose fékk óblíðar mótttökur með enska U-21 landsliðinu í Serbíu.

„Ég hef ekki séð hvað gerðist hjá enska U-21 liðinu í Serbíu, heldur bara lesið um það," sagði Ferguson við enska fjömliðla í gær.

„En ég tel að þetta sé ekkert nýtt á þessu slóðum. Þetta hefur áður gerst í knattspyrnuleikjum þar. Þetta er eins á Ítalíu. Þar eru svartir leikmenn beittir kynþáttaníði."

„Ég myndi ekki álasa leikmönnum sem myndu vilja ganga af velli og ég tel það vel mögulegt að það myndi gerast einn daginn. Ef það myndi gerast hjá einum mínum leikmanna yrði maður að styðja við bak hans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×