Enski boltinn

Butt kominn aftur til Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nicky Butt er aftur tekinn til starfa hjá sínu gamla félagi, Manchester United, en nú í hlutverki þjálfara.

Butt hefur lokið við þjálfaramenntun sína og starfar nú undir stjórn Warren Joyce hjá varaliði Manchester United.

Butt lék á sínum tíma næstum 400 leiki með United og lagði skóna á hilluna eftir að hafa spilað nokkra leiki í Kína í fyrra. Hann lék einnig með Newcstle og Birmingham á ferlinum.

„Hann er hjá okkur til að safna smá reynslu og það eru góðar líkur á því að hann muni leggja þjálfarastarfið fyrir sig," sagði Alex Ferguson, stjóri United.

„Honum hefur boðist nokkur störf en hann vildi fyrst komast aftur á æfingasvæðið hjá okkur til að finna taktinn á ný. Við erum ánægðir með það enda reyndist hann okkur frábærlega á sínum tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×