Enski boltinn

Terry spilar með Chelsea í Meistaradeildinni

Terry og Di Matteo.
Terry og Di Matteo.
John Terry, fyrirliði Chelsea, hóf fjögurra leikja bann sitt fyrir kynþáttaníð um helgina. Hann mun þó ekki fá algjört frí á meðan banninu stendur.

Hann er nefnilega ekki í banni í Meistaradeildinni og mun spila með Chelsea í henni. Liðið á leik gegn Shaktar Donetskt á morgun og verður Terry fyrirliði Chelsea í þeim leik en hann mun ekki missa fyrirliðastöðuna vegna málsins.

"Þetta er viðkvæmt mál og við vinnum með yfirvöldum að því að draga úr fordómum. Stjórnin tekur lokaákvörðun og ég get einbeitt mér að fótbolta," sagði Roberto di Matteo, stjóri Chelsea.

Félagið segist hafa refsað Terry vegna málsins en vill ekki gefa upp hvað það gerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×