Enski boltinn

Vertonghen pirraður á óstöðugleikanum hjá Spurs

Belgíski bakvörðurinn hjá Tottenham, Jan Vertonghen, viðurkennir að óstöðugleiki liðsins fari í taugarnar á sér. Hann segir að liðið verði að gera betur.

Spurs er átta stigum á eftir toppliði Chelsea í enska boltanum eftir 4-2 tap um helgina. Þar fékk liðið á sig þrjú mörk í röð eftir að hafa komist 2-1 yfir.

"Þetta er alltaf sama sagan. Við virðumst ekki geta spilað tvo góða hálfleika í röð. Það er eitthvað sem verður að lagast og við verðum að fara vel yfir þetta," sagði Vertonghen.

Spurs var búið að vinna fjóra leiki í röð áður en kom að tapleiknum um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×