Enski boltinn

Hendry handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Hendry lætur Brasilíumanninn litla, Juninho, heyra það.
Hendry lætur Brasilíumanninn litla, Juninho, heyra það.
Fyrrum fyrirliði skoska landsliðsins, Colin Hendry, mátti gera sér það að góðu að dúsa í steininum um helgina eftir að átök urðu á heimili hans. Hann var handtekinn eftir að hafa lagt hendur á unnustu sína.

Honum var síðan sleppt og verða engar kærur lagðar fram vegna málsins. Hendry, sem er þjálfari hjá Blackburn núna, er í sambandi með 35 ára snyrtifræðingi sem heitir Sarah Kinder.

Þau kynntust árið 2010 en eiginkona Hendry hafði látist árínu áður. Eftirköst lýtaðagerðar drógu hana til dauða en hún átti fjögur börn með Hendry.

Lífið hefur ekki leikið við Hendry síðustu ár því hann var úrskurðaður gjladþrota ári eftir að konan hans dó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×