Enski boltinn

Fæðingin var tekin fram yfir leikinn hjá Bale

Gareth Bale gat ekki leikið með Tottenham gegn Chelsea um helgina þar sem unnusta hans fékk hríðir tveim tímum fyrir leik. Hann náði til hennar í tíma og eignuðust þau stúlku.

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að gefa leikmanninum frí enda hefði hann líklega ekki verið í andlegu ástandi til þess að spila leikinn gegn Chelsea.

"Við urðum að bera virðingu fyrir stöðunni og hann hefði átt erfitt með að einbeita sér. Þess vegna fékk hann frí," sagði Villas-Boas en hans lið saknaði klárlega Bale í leiknum.

Hinn 23 ára gamli Bale hefur alltaf farið leynt með einkalíf sitt en hefur þó viðurkennt að hjartað, sem hann myndar með höndunum er hann fagnar, sé fyrir kærustuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×