Enski boltinn

Grátlega léleg sala á bókinni hans Rooney

Það verður seint sagt að það sé slegist um bækurnar hans Rooney.
Það verður seint sagt að það sé slegist um bækurnar hans Rooney.
Bækur knattspyrnumanna gætu heyrt sögunni til fljótlega. Ástæðan er einföld. Það nennir enginn að lesa þær lengur.

Wayne Rooney var að gefa út bók um fyrstu tíu árin sín í úrvalsdeildinni. Þar ætti að vera ýmislegt áhugavert enda margt gerst hjá kappanum á þessum árum.

Engu að síður er aðeins búið að selja 6.000 eintök af bókinni á sex vikum á þeim stóra markaði sem Bretland er. Það veldur útgefendanum, Harper Collins, miklum áhyggjum.

Útgefandinn var búinn að gera samning við Rooney um finn bækur á tólf árum. Þetta er bók númer tvö. Rooney fær 5 milljónir punda fyrir bækurnar.

Þar sem þessi bók gengur svona skelfilega illa er talið líklegt að bækurnar verði einfaldlega ekki fleiri en samningurinn rennur út árið 2018.

Undanfarin ár hefur verið hrun í sölu bóka knattspyrnumanna og velta menn því nú fyrir sér hvort tími þeirra sé einfaldlega liðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×