Enski boltinn

Carroll: Fékk ekki tækifæri til að sanna mig hjá Liverpool

Andy Carroll, sem er í láni hjá West Ham frá Liverpool, er svekktur út í stjórnendur Liverpool og segist ekki hafa fengið sanngjarnt tækifæri til þess að sanna sig hjá félaginu.

Carroll kostaði litlar 35 milljónir punda er hann var keyptur frá Newcastle í janúar árið 2011. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur enga trú á honum og lánaði honum því til West Ham.

"Ég hef ekki enn fengið sanngjarnt tækifæri hjá Liverpool. Mér var sagt að fara hingað svo ég fengi að spila reglulega. Þar sem ég sá ekki fram á að fá að spila hjá Liverpool var það auðveld ákvörðun að koma hingað," sagði Carroll.

"Ég er ekki í plönum Rodgers og verð að spila fótbolta. Ég tel mig vel geta passað inn í kerfi Rodgers en hann hefur sína skoðun og verður að hafa það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×