Enski boltinn

Rio og Fergie búnir að grafa stríðsöxina

Rio og Fergie léttir á æfingu.
Rio og Fergie léttir á æfingu.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, og Rio Ferdinand hafa gert upp uppákomu helgarinnar er Ferdinand neitaði að vera í bol gegn kynþáttaníði. Með því fór hann gegn óskum stjórans sem brást illa við.

Ferguson sagði eftir leik helgarinnar að hann skammaðist sín vegna málsins og að hann myndi taka á leikmanninum.

"Ég er búinn að ræða við Rio. Þetta er ekkert vesen lengur. Málið er grafið og gleymt," sagði Ferguson við blaðamenn.

Ferdinand og Jason Roberts hjá Reading neituðu að vera í bolunum enda finnst þeim enska knattspyrnusambandið ekki taka nægilega alvarlega á málum tengdum kynþáttaníði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×