Enski boltinn

Aron Einar með sigurmark Cardiff á síðustu stundu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aron Einar Gunnarsson var hetja Cardiff í ensku b-deildinni í kvöld. Aron Einar kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok og skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótatíma. Cardiff vann Watford 2-1 og er nú við hlið Leicester á toppi deildarinnar.

Cardiff hefur nú unnið alla sex heimaleiki sína í b-deildinni á þessu tímabili og Cardiff City Stadium ætlar að vera liðinu einstaklega drjúgur í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Tommie Hoban kom Watford í 1-0 á 28. mínútu og Cardiff jafnaði ekki fyrr en Watford-maðurinn Daniel Pudil var búinn að frá rautt spjald.

Tíu Watford-menn komu ekki í veg fyrir að Peter Whittingham janfaði metin á 71. mínútu og tveimur mínútum síðar missti Watford Nathaniel Chalobah af velli með sitt annað gula spjald.

Heiðar Helguson lék allan leikinn en Aron Einar kom inn á fyrir Tommy Smith á 84. mínútu. Aron Einar skoraði sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf frá Craig Noone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×