Enski boltinn

Eigendur Man. Utd vita hvernig maður á að leysa Ferguson af

Margir telja að Mourinho muni taka við af Ferguson.
Margir telja að Mourinho muni taka við af Ferguson.
Þó svo það liggi ekki fyrir hvenær Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri Man. Utd þá eru eigendur félagsins þegar farnir að undirbúa sig fyrir þa´stóru breytingu.

Þeir segjast vita hvernig týpu þeir vilji fá til þess að leysa Ferguson af hólmi. Skoski stjórinn verður 71 árs á gamlársdag.

"Við vitum hvað við viljum gera en þau plön eru ofan í skúffu og verða það áfram á meðan Ferguson er enn að stýra liðinu," sagði Ed Woodward í stjórn Man. Utd.

Woodward bætti líka við að eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, væri ekki á förum og ætlaði sér að eiga félagið næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×