Enski boltinn

Kagawa meiddur á hné

Japanski landsliðsmaðurinn Shinji Kagawa meiddist í leik Man. Utd og Braga í gær. United bíður nú eftir að heyra hversu alvarleg meiðslin eru.

Hnéð gaf sig hjá Japananum og hann varð að fara af velli í hálfleik vegna meiðslanna.

"Hann snéri upp á hnéð á sér en harkaði af sér í 20 mínútur. Við bíðum eftir upplýsingum um hversu alvarleg meiðslin eru," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.

Nani leysti Kagawa af hólmi. Man. Utd á að spila erfiðan leik gegn toppliði Chelsea í ensku deildinni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×