Enski boltinn

Finnur til með Anton Ferdinand

Ferdinand-bræðurnir.
Ferdinand-bræðurnir.
David Bernstein, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segist hafa fullan skilning á því hvernig Anton Ferdinand, leikmanni QPR, og fjölskyldu líði.

Hann viðurkennir einnig að enska sambandið þurfi að fara yfir refsirammann sinn í kjölfar mótmælanna sem hafa orðið eftir að John Terry fékk aðeins fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Ferdinand.

Anton og bróðir hans Rio neituðu báðir að klæðast bolum frá knattspyrnusambandinu um síðustu helgi en bolirnir eru hluti af herferð sambandsins gegn kynþáttaníði.

Þeir bræður vildu ekki klæðast bolnum þar sem þeir eru afar ósáttir við dóminn sem Terry fékk.

"Ég finn til með Antoni. Þetta hefur verið erfitt fyrir hann að mörgu leyti. Við verðum að fara yfir þessi mál hjá okkur," sagði Bernstein en hann vill samt ekki viðurkenna að sambandið hafi gert mistök í Terry-málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×