Enski boltinn

Menn gætu verið reknir fyrir kynþáttaníð

Ferdinand-bræður fara fyrir hópi óánægðra svartra leikmanna.
Ferdinand-bræður fara fyrir hópi óánægðra svartra leikmanna.
Sú hugmynd svartra knattspyrnumanna á Englandi að stofna sín eigin leikmannasamtök fer ekki vel í samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi sem ætla að spyrna við fótum og reyna að koma í veg fyrir klofning úr sambandinu.

Rio Ferdinand og fleiri eru með á teikniborðinu að stofna Samtök svarta knattspyrnumanna enda hafa þeir fengið nóg af því hversu lítið er tekið á málum tengdum kynþáttafordómum

Samtök atvinnuknattspyrnumanna ætla því að leggja til að refsingar fyrir kynþáttaníð verði hertar. Meðal annars að hægt verði að reka leikmann eða stjóra fyrir kynþáttaníð.

Einnig ætla samtökin að beita sér fyrir því að mál tengd fordómum fái hraðari meðferð hjá knattspyrnusambandinu, svartir knattspyrnustjórar fái viðtöl vegna lausra starfa og fylgst sé með því að þeir fái jöfn tækifæri.

Þessi nýja aðgerðaáætlun er skref í rétta átt að mati samtaka atvinnuknattspyrnumanna og vonast samtökin eftir því að hún komi í veg fyrir klofning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×