Enski boltinn

Nani verður ekki seldur í janúar

Fjölmörg stórlið í Evrópu eru á tánum þessa dagana vegna Portúgalans Nani. Staða hans hjá Man. Utd er sögð vera ótrygg og lengi verið rætt að hann verði seldur frá félaginu í janúar.

AC Milan, Inter og Juventus eru öll félög sem hafa áhuga á Nani en United er víst ekki til í að selja fyrr en næsta sumar.

Þá á Nani aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við enska félagið.

Nani hefur mátt sætta sig við aukna bekkjarsetu hjá United og ku ekki vera par sáttur við sína stöðu sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×