Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 Kristján Óli Sigurðsson á Kópavogsvelli skrifar 20. september 2012 13:37 Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Þóri Matthíassyni. Blikar geta þakkað Ingvari Kale fyrir að Fylkir hafi ekki bætt við mörkum þegar hann varði nokkrum sinnum meistaralega. Það var svo í uppbótartíma að Blikar náðu að jafna leikinn eftir skyndisókn þegar Sverrir Ingi Ingason náði frákastinu eftir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og strax á þriðju mínútu skallaði varnarmaðurinn ungi Sverrir Ingi í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og fengu sín færi til að taka forystuna en gekk ill að koma skotum á markið. Markalaust var í hálfleik en síðari hálfleikur hófst með látum. Það voru gestirnir úr Árbænum sem voru miklu ákveðnari og tóku því forystuna verðskuldað. Þeir ætluðu svo að láta kné fylgja kviði og bæta við marki en Ingvar Kale kom í veg fyrir það með nokkrum mögnuðum markvörslum. Blikar geta þakkað honum fyrir að hafa verið inní leiknum fram á 90. mínútu en þá geystust þeir í skyndisókn. Varnarmaðurinn Sverri Ingi, sem var kominn í fremstu víglínu hjá Blikum, jafnaði leikinn þegar hann tók frákast af skoti sem annars góður markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, náði ekki að halda. Grátleg niðurstaða fyrir Fylkismenn sem eru ekki tölfræðilega öruggir með sæti sitt í deildinni þegar 2 umferðir eru eftir. Blikar gerðu Evrópumarkmið sín enn erfiðari en eiga þó enn veika von.Ásmundur: Flott spilamennska Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur í leikslok eftir jafnteflið í Kópavoginum í kvöld. „Við spiluðum flottan leik og hefðum átt að vera búnir að gera útum leikinn fyrir löngu. En það eru mörkin sem telja og því fór sem fór“. Fylkir er tölfræðilega ekki sloppið við fall en Ásmundur hefur ekki áhyggjur af því. „Við erum ekkert að pæla í því eins og er og ef við spilum tvo síðustu leikina eins og hér í dag þá munum við halda okkur í deildinni.“Ólafur: Þetta stig gæti talið Ólafur Kristjánsson var svekktur en þó sáttari en kollegi sinn Ásmundur með uppskeruna í kvöld. „Við verðum bara að vona að þetta stig telji þegar talið verður uppúr pokanum í lok móts," sagði Ólafur. „Við áttum ekki góðan leik í dag og hvað veldur er ég ekki með skýringar á sem stendur. Fylkismenn voru grimmari en við í öllum nágvígjum og við getum þakkað Ingvari fyrir það að við vorum enn inní leiknum til loka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira