Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. júlí 2012 15:43 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira