Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. júlí 2012 15:43 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira