Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. júlí 2012 15:43 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira