Umfjöllun: Eyjakonur bundu enda á sigurgöngu Þór/KA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2012 13:05 ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
ÍBV vann 4-1 sigur á Þór/KA í toppleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna norðan heiða í dag. Þór/KA var ósigrað í sumar en sá aldrei til sólar gegn Eyjakonum sem léku við hvern sinn fingur. Leikur liðanna var jafn framan af en Eyjakonur þó beittari í sóknaraðgerðum sínum. Ein slík á 21. mínútu var á þá leið að Shaneka Gordon geystist upp hægri kantinn, sendi fyrir á nærsvæðið þangað sem Kristín Erna Sigurlásdóttir kláraði færið vel. Fjórða mark Kristínar Ernu í sumar og Shaneka Gordon nýtti hraða sinn vel. Gordon var sjálf á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá fékk hún frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Dönku Podovac. Gordon var yfirveguð þrátt fyrir að Chantel Jones kæmi askvaðandi á móti henni og renndi boltanum í fjærhornið. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum. Bryndís Lára þurfti að taka á honum stóra sínum þegar hún varði langskot Bandaríkjakonunnar Tahnai Annis í þverslána. Bryndís Lára var öryggið uppmálað í marki Eyjakvenna í leiknum. Bæði greip hún vel inní auk þess að verja vel þegar á þurfti. Allt stefndi í tveggja marka forystu Eyjakvenna í leikhléi þegar Serbarnir í liði Eyjakvenna buðu upp á þriðja markið. Danka vippaði boltanum þá inn fyrir á Vesnu Smiljkovic sem tók boltann á lofti. Skotið var arfaslakt en fann sér þó leið á lúsarhraða neðst í markhornið. Þriggja marka forysta raunin og segja má að björninn hafi verið unninn. Kayla Grimsley minnkaði muninn fyrir heimakonur með ágætu marki á 56. mínútu. Þá fékk hún langa sendingu inn fyrir vörnina. Virtist spila sig út í ógöngur áður en hún sneri af sér varnarmann og skoraði. Laglega mark og gaf Þór/KA vonarneista. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri í kjölfarið en Bryndís var sem fyrr segir öryggið uppmálað. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði út um vonir heimakvenna á 82. mínútu. Kristín Erna fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina. Kristín lék út að endalínu og lagði boltann út á Berglindi sem hamraði boltann í þaknetið, leik lokið. Þór/KA saknaði framherja síns Katrínar Ásbjörnsdóttur sárlega í leiknum. Hin 15 ára Lilý Rut Hlynsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í framlínu Akureyrarliðsins og stóð sig ágætlega en skarð Katrínar er vandfyllt. Katrín spilaði síðustu 25 mínúturnar og ljóst að liðið má erfiðlega við fjarveru hennar í sóknarleiknum. Fjarvera Katrínar útskýrir ekki þó mörkin fjögur sem liðið fékk á sig. Fyrir leikinn hafði Þór/KA fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum. Eftir leikinn í dag eru mörkin orðin sjö. Eitthvað fyrir Jóhann Kristinn þjálfara norðankvenna að hugsa um. Ljóst er að Eyjaliðið er til alls líklegt ef marka má leik þeirra í dag. Lið sem getur leyft sér að geyma Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum er nautsterkt sóknarlega. Með Vesnu og Shaneku Gordon á köntunum, Dönku Podovac í hugmyndavinnunni á miðjunni og Kristínu Ernu fremsta verða allar varnir landsins í vandræðum með Eyjakonur. Ekki má gleyma því að minnast á framgöngu hægri bakvarðarins Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða ÍBV, í leiknum. Elísa stóð vaktina gagnvart Söndru Maríu Jessen sérstaklega vel og markahæsti leikmaður mótsins, fyrir þessa umferð, var lengst af í gjörgæslu. Eyjakonur hafa skorað flest mörk allra í deildinni eða 22 og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu umferð þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira