Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 3-0 | Bikarmeistararnir áfram Kristján Óli Sigurðsson á KR-velli skrifar 26. júní 2012 15:51 Mynd/Anton KR-ingar unnu góðan sigur á Breiðabliki í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Sjálfsmark Kristins Jónssonar í fyrri hálfleik ásamt tveimur mörkum frá Kjartani Henry Finnbogasyni og Þorsteini Má Ragnarssyni á lokamínútum leiksins tryggðu ríkjandi bikarmeisturum farseðil í 8-liða úrslitin. Blikar byrjuðu leikinn af krafti án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Það var þeim mikið áfall að fá á sig slysalegt sjálfsmark þar sem Kristinn Jónsson setti boltann í eigið net eftir misskilning við Ingvar Þór Kale markmann Breiðabliks á 18. mínútu Eftir markið einkennist það sem eftir lifði af fyrri hálfleik af mikilli baráttu. Leikmenn létu finna vel fyrir sér og lét dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín menn komast upp með skrautlegar tæklingar og að rífa kjaft af villd. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri þar sem Blikarnir stjónuðu leiknum en fundu fáar glufur á vörn KR-inga. Fyrsta alvöru færi þeirra í leiknum kom eftir rúmlega klukkutíma leik þegar besti maður gestanna, Gísli Páll Helgason, prjónaði sig í gegnum vörn KR en skot hans fór hárfínt yfir markið. Þrátt fyrir að fjölga í sókninni náðu Blikarnir ekki að jafna leikinn. KR-ingar gerðu út um leikinn á síðustu mínútunum með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Kjartan Henry Finnbogason eftir laglegan undirbúning Þorsteins Más Ragnarsson. Þorsteinn innsiglaði svo sigur ríkjandi bikarmeistara í uppbótartíma þegar hann fylgdi eftir stangarskoti varamannsins Dofra Snorrasonar. Í millitíðinni var Ingvar Þór Kale sendur í sturtu með sitt annað gula spjald fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig. Ansi vafasamur dómur hjá Þóroddi Hjaltalín sem átti alls ekki sinn besta leik á flautunni í kvöld. Bikardraumur Breiðabliks er því úr sögunni í ár. Það verða KR-ingar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun. Þeir urðu þó fyrir áfalli í leiknum í kvöld þar sem Bjarni Guðjónsson fyrirliði þeirra þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik meiddur í baki. Rúnar : Allt annað að sjá til leikmanna en í síðasta leikRúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur við sigurinn. Þeir héldu boltanum betur en við án þess að reyna mikið á Hannes. Hann þurfti ekki að verja fyrr en í uppbótartíma þegar þeir voru orðnir einum færri. Mér fannst við fá fullt af tækifærum til að keyra skyndisóknir á þá en náðum ekki að nýta þau nægjanlega vel." Aðspurður um meisli Bjarna Guðjónssonar sagði Rúnar að hann sé búinn að vera tæpur í baki og það leiði niður í læri en vonaðist til þess að meiðslin væru ekki alvarleg. Ólafur: Vorum langt frá því sem við getumÓlafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var svekktur með að detta úr út bikarnum í kvöld. „Við vorum langt frá því sem við höfum verið að sýna og við getum.Við hættum eftir korter að spila og fórum að reyna of langar og erfiðar sendingar því fór sem fór.Við vorum bara ekki nógu sterkir fyrir þessa hindrun. Við reyndum ekki mikið á Hannes en við fengum fullt af möguleikum á fyrirgjöfum og gegnumbrotum sem við nýttum ekki." Ólafur var ekki sáttur við dómgæsluna og getur undirritaður skilið það. „Hann hafði ekki góð tök á leiknum og lét menn inná vellinum stjórna sér allverulega en við töpuðum leiknum ekki útaf því," sagði Ólafur Kristjánsson. Ingvar Kale. Væri óskandi að það væri hægt að áfrýja spjöldumIngvar Kale markvörður Breiðabliks var sendur í bað eftir að hafa fengið 2 gul spjöld. „Þetta var aldrei rautt og þið sjálið það betur í sjónvarpinu. Ég las Kjartan eins og opna bók og hann viðurkenndi það sjálfur eftir leikinn og það er grátlegt að geta ekki áfrýjað svona spjöldum eins og í útlöndum. Það er hrikalega sárt að detta út úr bikar svona því við fengum færi til að jafna í stöðunni 1–0," sagði Ingvar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
KR-ingar unnu góðan sigur á Breiðabliki í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Sjálfsmark Kristins Jónssonar í fyrri hálfleik ásamt tveimur mörkum frá Kjartani Henry Finnbogasyni og Þorsteini Má Ragnarssyni á lokamínútum leiksins tryggðu ríkjandi bikarmeisturum farseðil í 8-liða úrslitin. Blikar byrjuðu leikinn af krafti án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. Það var þeim mikið áfall að fá á sig slysalegt sjálfsmark þar sem Kristinn Jónsson setti boltann í eigið net eftir misskilning við Ingvar Þór Kale markmann Breiðabliks á 18. mínútu Eftir markið einkennist það sem eftir lifði af fyrri hálfleik af mikilli baráttu. Leikmenn létu finna vel fyrir sér og lét dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín menn komast upp með skrautlegar tæklingar og að rífa kjaft af villd. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri þar sem Blikarnir stjónuðu leiknum en fundu fáar glufur á vörn KR-inga. Fyrsta alvöru færi þeirra í leiknum kom eftir rúmlega klukkutíma leik þegar besti maður gestanna, Gísli Páll Helgason, prjónaði sig í gegnum vörn KR en skot hans fór hárfínt yfir markið. Þrátt fyrir að fjölga í sókninni náðu Blikarnir ekki að jafna leikinn. KR-ingar gerðu út um leikinn á síðustu mínútunum með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Kjartan Henry Finnbogason eftir laglegan undirbúning Þorsteins Más Ragnarsson. Þorsteinn innsiglaði svo sigur ríkjandi bikarmeistara í uppbótartíma þegar hann fylgdi eftir stangarskoti varamannsins Dofra Snorrasonar. Í millitíðinni var Ingvar Þór Kale sendur í sturtu með sitt annað gula spjald fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig. Ansi vafasamur dómur hjá Þóroddi Hjaltalín sem átti alls ekki sinn besta leik á flautunni í kvöld. Bikardraumur Breiðabliks er því úr sögunni í ár. Það verða KR-ingar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun. Þeir urðu þó fyrir áfalli í leiknum í kvöld þar sem Bjarni Guðjónsson fyrirliði þeirra þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik meiddur í baki. Rúnar : Allt annað að sjá til leikmanna en í síðasta leikRúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur í leikslok. „Ég er gríðarlega sáttur við sigurinn. Þeir héldu boltanum betur en við án þess að reyna mikið á Hannes. Hann þurfti ekki að verja fyrr en í uppbótartíma þegar þeir voru orðnir einum færri. Mér fannst við fá fullt af tækifærum til að keyra skyndisóknir á þá en náðum ekki að nýta þau nægjanlega vel." Aðspurður um meisli Bjarna Guðjónssonar sagði Rúnar að hann sé búinn að vera tæpur í baki og það leiði niður í læri en vonaðist til þess að meiðslin væru ekki alvarleg. Ólafur: Vorum langt frá því sem við getumÓlafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var svekktur með að detta úr út bikarnum í kvöld. „Við vorum langt frá því sem við höfum verið að sýna og við getum.Við hættum eftir korter að spila og fórum að reyna of langar og erfiðar sendingar því fór sem fór.Við vorum bara ekki nógu sterkir fyrir þessa hindrun. Við reyndum ekki mikið á Hannes en við fengum fullt af möguleikum á fyrirgjöfum og gegnumbrotum sem við nýttum ekki." Ólafur var ekki sáttur við dómgæsluna og getur undirritaður skilið það. „Hann hafði ekki góð tök á leiknum og lét menn inná vellinum stjórna sér allverulega en við töpuðum leiknum ekki útaf því," sagði Ólafur Kristjánsson. Ingvar Kale. Væri óskandi að það væri hægt að áfrýja spjöldumIngvar Kale markvörður Breiðabliks var sendur í bað eftir að hafa fengið 2 gul spjöld. „Þetta var aldrei rautt og þið sjálið það betur í sjónvarpinu. Ég las Kjartan eins og opna bók og hann viðurkenndi það sjálfur eftir leikinn og það er grátlegt að geta ekki áfrýjað svona spjöldum eins og í útlöndum. Það er hrikalega sárt að detta út úr bikar svona því við fengum færi til að jafna í stöðunni 1–0," sagði Ingvar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira