ÍBV komst upp í annað sætið í Pepsi-deild kvenna með 7-1 stórsigri á liði Selfyssinga í Vestmannaeyjum.
Danka Podovac fór á kostum í liði ÍBV og skoraði þrjú mörk. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Vesna Smiljkovic, Shaneka Gordon og Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoruðu einnig en öll mörkin sjö komu í fyrri hálfleik.
Eva Lind Elíasdóttir skoraði eina mark Selfyssinga í leiknum en Selfoss er í sjötta sæti deildarinnar.
Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
Pepsi-deild kvenna: ÍBV valtaði yfir Selfoss

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


