Erlent

Nýtt hervélmenni er óttalaust og krúttlegt

Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vélfærafræði hefur nú lokið við þróun á heldur undarlegri njósnagræju fyrir bandaríska herinn. Vélmennið hoppar og skoppar eins og fló og getur náð allt að níu metra hæð.

Græjan er kölluð Sandflóin og var hönnuð af fyrirtækinu Boston Dynamics.

Sandflóin er aðeins fimm kíló að þyngd. Hún hefur fjögur hjól og lítur út eins og venjulegt leikfang. Sérstaða hennar verður þó ljós þegar litla vélmennið stendur frammi fyrir hindrunum.

Það voru samtökin Rapid Equipping Force sem fjármögnuðu verkefnið. Þau sérhæfa sig í að koma nauðsynlegum búnaði til hermanna á sem skemmstum tíma.

Margir hafa bent á líkindi Sandflóarinnar og leikfangabílsins Rebound en hann var til sölu á tíunda áratug síðustu aldar.

Hægt er að sjá Sandflóna í öllu sínu veldi hér fyrir ofan. Áhugsamir geta síðan kynnt sér Rebound leikfangið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×