Rooney með tvö í sigri United á Liverpool 11. febrúar 2012 09:55 Patrice Evra og Luis Suarez í baráttunni. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki. Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki.
Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira