Rooney með tvö í sigri United á Liverpool 11. febrúar 2012 09:55 Patrice Evra og Luis Suarez í baráttunni. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki. Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki.
Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira