Rooney með tvö í sigri United á Liverpool 11. febrúar 2012 09:55 Patrice Evra og Luis Suarez í baráttunni. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki. Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks. Luis Suarez var í sviðsljósinu í dag en hann neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn. Suarez skoraði mark Liverpool þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til. Liverpool reyndi að bíta frá sér á lokamínútum leiksins en þó var United sterkari aðilinn í leiknum. Fyrra mark Rooney kom eftir skot af stuttu færi upp úr hornspyrnu og það síðara eftir sendingu Antonio Valencia sem hafði hirt boltann af Jay Spearing, leikmanni Liverpool. Evra fagnaði vel og innilega eftir að flautað hafði verið til leiksloka, meira að segja beint fyrir framan nefið á Suarez sem leikmenn Liverpool tóku ekki vel. Það gekk einnig á ýmsu þegar leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og sögusagnir um að til átaka hafi komið. Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra í leik liðanna fyrir áramót eins og mikið hefur verið fjallað um. Fyrir leikinn neitaði Suarez að taka í hönd Evra og strunsaði framhjá honum. Evra, sem hafði rétt út hönd sína, virtist ekki sáttur við þetta og greip í Suarez sem sýndi engin viðbrigði. Leikurinn fór fjörlega af stað en Suarez var nálægt því að sleppa í gegn á fyrstu sekúndum leiksins. United lét einnig til sín taka en besta færið á upphafsmínútunum fékk Glen Johnson, bakvörður Liverpool, sem skaut hárfínt framhjá úr góðu færi á tíundu mínútu. Scholes fékk svo frábært færi á 31. mínútu. Hann fékk algjörlega frítt skallafæri af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ryan Giggs en boltinn fór beint á Pepe Reina, markvörð Liverpool. Sókn United var þó afar vel útfærð og samspil gömlu refanna - Scholes og Giggs - afar laglegt. United var sterkari aðilinn í leiknum í fyrri hálfleiknum en Suarez var þó nálægt því að sleppa í gegnum vörn Uinted undir lokin. Hann komst fram hjá Evra en Rio Ferdinand náði að tækla boltann undan honum aftan frá. Ferdinand fór einnig í Suarez en Phil Dowd, dómari leiksins, dæmdi ekkert. Staðan því markalaus í hálfleik. United-menn voru hins vegar ekki lengi að láta til sín taka í seinni hálfleik. Liðið fékk hornspyrnu strax á annarri mínútu og gaf Ryan Giggs boltann inn á teig. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, reyndi að skalla boltann frá en tókst ekki betur en svo að boltinn fór af honum beint fyrir fætur Wayne Rooney sem skoraði næsta auðveldlega með skoti af stuttu færi. Aðeins þremur mínútum síðar kom næsta mark United. Jay Spearing leyfði Antonio Valencia að hirða boltann af sér á versta mögulega stað. Valencia lagði boltann inn á Rooney sem komst einn gegn Reina í marki Liverpool og afgreiddi knöttinn örugglega í netið. United hélt áfram að sækja eftir þetta. Á 59. mínútu komst Rooney enn á ný í gott færi eftir að Scholes hafði hoppað yfir sendingu Valencia. En skot Rooney var framhjá í þetta sinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta en þegar um tíu mínútur voru eftir náði Liverpool skyndilega að skora. Fyrirgjöf barst inn á teig eftir aukaspyrnu. Boltinn fór af Ferdinand og beint fyrir fætur Suarez sem skoraði af stuttu færi. Glen Johnson átti ágætt skot að marki eftir þetta sem David De Gea varði en nær komst Liverpool ekki.
Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira