Fréttaskýring: Deila um Schengen 12. maí 2011 09:15 José Manuel Barroso Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira