Þúsundir vilja flýja Misrata 19. apríl 2011 00:00 Flýja Flestir þeirra sem fluttir hafa verið frá Misrata hafa verið erlendir farandverkamenn. Einhverjir af þeim óbreyttu borgurum sem særst hafa í átökunum hafa þó verið fluttir á brott.Nordicphotos/AFP Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent